Fyrir fimm mánuðum bloggaði ég um haustlitina í grasagarðinum hér í
Edinborg. Núna er vorið komið, einhvern veginn áreynslulaust og án þess að
maður þurfi að bíða eftir því í langan tíma, eins og svo oft heima á Íslandi.
Tré og runnar laufgast og gleðja mannfólkið með blómskrúði. Í grasagarðinum eru
áberandi tré upprunnin frá Himalaya fjöllunum og víðar í Asíu. Nokkur þeirra má sjá á meðfylgjandi
myndum sem ég tók á tímabilinu 23. mars til 8. apríl.
Arnþór
|
Magnolíutré. Blómin eru áberandi stór |
|
Á þessu magnolíutré, magnolia kobus, eru blómin smærri og fíngerðari. |
|
Rhododendron montroseanum. |
|
Síðustu þrjár myndirnar eru af japönsku kirsuberjatré, Yoshino cherry. |